GerviBjarni svarar spurningum kjósenda

Bjarni, stjórnmálamaðurinn ekki spjallmennið.
Bjarni, stjórnmálamaðurinn ekki spjallmennið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagskrá frambjóðenda og ekki síst ráðherra er oft þéttskipuð í kosningabaráttu og því ekki ósennilegt að marga dreymi um að geta fjölfaldað sig til að sinna ýmsum verkefnum, já eða jafnvel mæta í viðtöl. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, sem gegnir einnig embættum matvæla- og félags- og vinnumarkaðsráðherra í starfsstjórninni, kemst líklega hvað næst því nú þegar gervigreindar spjallmennið BjarnAI, svokallaður GerviBjarni, hefur verið kynnt til leiks.

Geta kjósendur þar spurt spjallmennið ýmissa spurninga og þannig kynnt sér stefnumál og framtíðarsýn Bjarna Benediktssonar.

Skjáskot af bjarni.ai
Skjáskot af bjarni.ai

Ekki opinber málsvari

Tekið er fram á vefsíðunni að augljóslega sé ekki um opinberan málsvara að ræða heldur skemmtilegt sýnishorn á framandi tækni.

„Það þarf líklega ekki að nefna að þetta er fyrst og fremst skemmtileg tilraun. Ég sit ekki sjálfur við lyklaborðið, og BjarnAI gæti jafnvel í einhverjum tilfellum sagt eitthvað sem ég myndi ekki segja! Ég hvet hins vegar alla til að prófa að spyrja hann spjörunum úr,” er haft eftir Bjarna í tilkynningu Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert