Evrópa gæti tapað í kapphlaupinu

Auglýsingaskilti fyrirtækisins Artisan í San Francisco segir að snjallmennin þeirra …
Auglýsingaskilti fyrirtækisins Artisan í San Francisco segir að snjallmennin þeirra þurfi ekkert frí eins og fólk af holdi og blóði. Getty Images/AFP/Justin Sullivan

„Hvernig Evr­ópa og Banda­rík­in nálg­ast gervi­greind­arkapp­hlaupið sýn­ir í reynd mis­mun­inn á þess­um tveim­ur álf­um sem hef­ur verið ára­tug­um sam­an, en mun hugs­an­lega verða enn meira áber­andi eft­ir for­seta­kjör Don­alds Trumps sem er lík­leg­ur til að slaka á reglu­verki,“ seg­ir Henn­ing Boje And­er­sen, pró­fess­or emer­it­us við DTU, en hann er ráðstefn­u­stjóri á gervi­greind­ar­ráðstefnu sem hald­in er í Há­skól­an­um í Reykja­vík 17. janú­ar nk. og hef­ur bæði skipu­lagt og haldið er­indi á alþjóðleg­um ráðstefn­um um áhættu og reglu­setn­ingu tengda gervi­greind.

Áhættu­sækn­ari markaður

„Það hef­ur oft verið sagt að Banda­rík­in komi ný­sköp­un í fram­kvæmd en Evr­ópa, og þá sér­stak­lega Evr­ópu­sam­bandið, setji reglu­gerðarramma um fram­kvæmd­irn­ar,“ seg­ir And­er­sen. Hann bæt­ir þó við að í Evr­ópu sé einnig mik­il ný­sköp­un, en leiðin frá hug­mynd að fram­kvæmd geti verið lengra og flókn­ara ferli í Evr­ópu en víða ann­ars staðar, þ. á m. vest­an­hafs.

And­er­sen seg­ir að minna eft­ir­lit og færri reglu­gerðir tengd­ar gervi­greind muni flýta fyr­ir allri þróun vest­an­hafs og Evr­ópa gæti misst af lest­inni ef ekki verður á ein­hvern hátt brugðist við. Hann bend­ir á að fjöl­marg­ir for­stjór­ar fyr­ir­tækja hafi sent bréf til Evr­ópu­sam­bands­ins um að hafa ekki of íþyngj­andi reglu­gerðir varðandi tækn­ina, svo að Evr­ópu­markaður­inn geti verið sam­keppn­is­hæf­ur við bæði Banda­rík­in og Kína.

„Allt um­hverfið í Banda­ríkj­un­um er áhættu­sækn­ara en í Evr­ópu, þrátt fyr­ir að marg­ar hug­mynd­ir fæðist í Evr­ópu er erfiðara að koma þeim í fram­kvæmd þar. Evr­ópa hef­ur verið fyrst allra með skipu­lagðar aðgerðir til að reyna að setja lag­aramma um gervi­greind. Til­gang­ur­inn er að hægt verði að treysta nýrri tækni og að hún muni ekki ganga á rétt íbú­anna. Hins veg­ar gætu þessi góðu áform verið frek­ar til þess fall­in að stuðla að flótta gervi­greind­ar­fyr­ir­tækja til annarra markaða þar sem reglu­verkið er minna.“

Henning Boje Andersen
Henn­ing Boje And­er­sen Ljós­mynd/​Aðsend

Íþyngj­andi reglu­verk

And­er­sen seg­ir að á sama tíma og ljóst sé regl­ur um gervi­greind séu nauðsyn­leg­ar megi þær ekki vera það íþyngj­andi að fyr­ir­tæk­in sjái eng­an ann­an kost en að færa sig um set. „Regl­urn­ar mega ekki vera svo harðar að fyr­ir­tæk­in geti í raun ekki upp­fyllt þær kröf­ur sem þær gera til þeirra. Ef jafn­vel stærstu fyr­ir­tæk­in, sem ættu að hafa efni á að upp­fylla kröf­ur Evr­ópu­sam­bands­ins, eiga í erfiðleik­um, þá er ljóst að smærri fyr­ir­tæki munu ekki geta það. Á sama tíma og ljóst er að það þarf að tryggja rétt­indi íbú­anna og hafa skýr­an lag­aramma mega regl­urn­ar ekki vera of íþyngj­andi. Þá væri verið að hafa af íbú­um álf­unn­ar mik­il­væg­ar fram­far­ir, t.d. á heil­brigðis­sviði,“ seg­ir And­er­sen.

Siðferðileg áhætta

And­er­sen legg­ur áherslu á að gervi­greind skap­ar tvenns kon­ar siðferðilega og sam­fé­lags­lega hættu.

„Það sem oft­ast er rætt í fjöl­miðlum þegar við töl­um um siðfræði gervi­greind­ar og hætt­una af gervi­greind eru mann­rétt­inda­brot, ógn­ir við friðhelgi einka­lífs með víðtæku eft­ir­liti /and­lits­grein­ingu, notk­un gervi­greind­ar í vopn­um þegar vél­menni ákveða hvenær og hvern á að drepa og mis­mun­un í fé­lags­legu til­liti. Hin hætt­an er sú að við miss­um ávinn­ing­inn með of ströngu reglu­verki – og hér er hætt­an það sem oft­ast er nefnt töpuð sam­keppn­is­hæfni en einnig, og jafn­vel mik­il­væg­ara, er tap á ávinn­ingi sem skap­ast af gervi­greind sem get­ur auðgað og bætt líf okk­ar, t.d. nýj­ar meðferðir studd­ar af gervi­greind til að lækna sjúk­dóma,“ seg­ir And­er­sen.

„Þetta sam­tal um þess­ar siðferðilegu spurn­ing­ar þarf að eiga í sam­vinnu við al­menn­ing og bæði at­vinnu­lífið og vís­inda­heim­inn ef vel á að vera svo það sé jafn­vægi,“ seg­ir And­er­sen. Hann bend­ir einnig á að hraðinn í þróun gervi­greind­ar sé slík­ur að af­leiðing­arn­ar af því að missa af lest­inni gætu verið gíf­ur­leg­ar í alþjóðaviðskipt­um við þjóðir sem væru komn­ar lengra í notk­un gervi­greind­ar.

„Tím­inn líður hratt og sam­talið get­ur ekki beðið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert