Veiðislóð komin út

Út er komið 2.tölublað Veiðislóðar, sem er frítt tímarit á Internetinu um sportveiðar af öllu tagi. Í þessu blaði er áherslan fyrst og fremst á stangaveiði, enda stangaveiðivertíðin að fara í hönd. Fjölbreytt efni er í blaðinu sem er hið áttunda á einu ári, en fyrsta tölublaðið kom út í mai á síðasta ári. 2011 komu út sex tölublöð og tvö á þessu ári. Alls verða fjögur til viðbótar á árinu 2012.

Blaðinu hefur verið afar vel tekið og það er að festa sig í sessi. Meðal efnis er viðtal við Guðrúnu Unu Jónsdóttur, sem er nýr formaður Stangaveiðifélags Akureyrar, ljósmyndagallerí eftir Matt Harris sem er einn þekktasti veiðiljósmyndarinn í bransanum og hefur unnið fyrir fjölmarga af frægustu veiðivöruframleiðendum og veiðileyfasölum heims. Enn fremur eru pistlar um fjölskylduveiði, pistlar um ýmsar skemmtilegar flugur, veiðistaðakynningar, matreiðsluþættir, veiðisögur og margt, margt fleira. Blaðið má skoða hérna:  http://www.veidislod.is/2012/05/2-tolublad-2012/

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka