Þá er laxinn líka mættur í Blöndu! Samkvæmt Þorsteini Hafþórssyni leiðsögumanni við Blöndu þá hefur sést lax í Damminum utan í klöppinni, sem kemur engum á óvart þar á bæ.
Laxinn gengur gjarnan mjög snemma í Blöndu og hafa margir sem veiða Blöndu fyrstu dagana gert mjög flotta veiði þar sem meðalþyngdin fer vel yfir 10 pund. Einhverjar hrókeringar hafa verið í opnunarhollinu og þeir Þórarinn Sigþórsson, Egill Gudjohnsen, Stefán Sigurðsson og fleiri góðir veiðimenn sem hafa opnað ánna verða fjarri góðu gamni og nýr mannskapur tekið það erfiða hlutverk að opna ánna.
Við erum að sjálfsögðu með okkar menn í þessari opnun og komum til með að vera í góðu sambandi við þá og fá fréttir af fyrstu löxunum um leið og þeir hafa verið myndaðir í bak og fyrir.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |