Laxinn líka kominn í Blöndu

Stefán Sigurðsson og Þórarinn, oftast þekktur sem Tóti Tönn, á …
Stefán Sigurðsson og Þórarinn, oftast þekktur sem Tóti Tönn, á góðri stund við opnun Blöndu 2011. Mynd: Lax-Á

Þá er lax­inn líka mætt­ur í Blöndu!  Sam­kvæmt Þor­steini Hafþórs­syni leiðsögu­manni við Blöndu þá hef­ur sést lax í Damm­in­um utan í klöpp­inni, sem kem­ur eng­um á óvart þar á bæ.

Lax­inn geng­ur gjarn­an mjög snemma í Blöndu og hafa marg­ir sem veiða Blöndu fyrstu dag­ana gert mjög flotta veiði þar sem meðalþyngd­in fer vel yfir 10 pund.  Ein­hverj­ar hróker­ing­ar hafa verið í opn­un­ar­holl­inu og þeir Þór­ar­inn Sigþórs­son, Eg­ill Gudjohnsen, Stefán Sig­urðsson og fleiri góðir veiðimenn sem hafa opnað ánna verða fjarri góðu gamni og nýr mann­skap­ur tekið það erfiða hlut­verk að opna ánna.

Við erum að sjálf­sögðu með okk­ar menn í þess­ari opn­un og kom­um til með að vera í góðu sam­bandi við þá og fá frétt­ir af fyrstu löx­un­um um leið og þeir hafa verið myndaðir í bak og fyr­ir.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert