Verklegt skotpróf fyrir Hreindýraveiðimenn

Nú þurfa veiðimenn að standast skotpróf áður en haldið er …
Nú þurfa veiðimenn að standast skotpróf áður en haldið er til veiða. Mynd úr safni mbl.is

Samkvæmt breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og reglugerð 424/2012 er veiðimönnum hreindýra og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða.

Próf eru hafin á nokkrum stöðum á landinu og alls hafa nú þegar 17 framkvæmdaraðilar tilnefnt samtals 60 prófdómara skotprófa. Allt stefnir því í að meira eða minna öll skotfélög sem hafa yfir aðstöðu að ráða komi til með að bjóða upp á skotpróf.

Meira á www.ust.is

það er klárt mál að sitt sýnist hverjum um þetta, en hafa skal í huga að þetta er viðtekin venja í mörgum löndum.  það er nokkuð öruggt að skyttur landsins koma til með að spjalla aðeins um þetta næstu daga og vikur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert