Næsti veiðimaður til svara hjá okkur er hinn góðkunni Árni Pétur sem allir veiðimenn sem hafa lagt leið sína á Nessvæðið í Laxá í Aðaldal þekkja vel, enda maðurinn sá sem þekkir ána eins og lófann á sér og hefur aðstoðað margan manninn við að landa yfirvigtarlaxi.
Nafn: Árni Pétur Hilmarsson
Hvenær landaðir þú fyrsta laxinum? Man ekki hvenær, en ég var ekki hár í loftinu og var með Pétri nafna mínum í Laxárnesi á bát á Presthyl
Hver er stærsti lax sem þú hefur veitt? 104 cm 11.kg
Segðu okkur frá besta veiðideginum? Það var þegar við færðum tímabilið fyrst aftur frá 10.- 20. sept. Það vildi enginn koma að veiða, alveg sama þó ég reyndi að gefa leyfin. Þannig að ég var bara einn að dunda mér og það var fjör.
En hvernig var versti veiðidagurinn? Það er enginn vondur veiðidagur, þeir eru bara misgóðir. Ég hef verið svo lánssamur að ég hef misst þann stóra oft, bæði sjálfur og í guiderý :) En það eru góðir dagar, bara svona misgóðir.
Hver er besti veiðifélaginn þinn? Hermóður bróðir minn. Við höfum brallað ýmislegt saman við ánna frá blautu barnsbeini og svo er hann sá maður sem ég hef lært mest af um veiði.
Hvaða flugu notar þú mest og af hverju? Sally frá Pétri Steingrímssyni, hún virkar alveg rosalega vel þegar birtan er rétt fyrir hana.
Hver er uppáhaldsáin eða vatnið þitt? Ætli þessi spurnig svari sér ekki sjálf í mínu tilviki. Þó margar frábærar ár séu á Íslandi, þá er bæjarlækurinn minn alltaf bestur:)
Hvert er vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í í veiði? það var þegar ég hand tailaði 24p lax fyrir kúnnan minn, hann hljóp í bílinn að sækja myndavélina. Þegar hann kom aftur þá var ég búinn að missa laxinn. Það var ekkert sérstakt. Síðan hef ég notað háf á stóra laxa:)
Golf eða veiði? Er golf ekki bara fyrir þá sem kunna ekki að veiða?
Á hvern skorar þú að svara næst? Vin minn Erling Ingvason stórveiðimann.
Við þökkum Árna kærlega fyrir og óskum honum góðs gengis við bakkana í sumar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |