Það eru eflaust margir sem vilja bjóða gestum sínum upp á graflax eða grafinn silung um jólin en hafa kannski aldrei grafið sjálfir og eru með fulla kistu af fiski eftir sumarið sem þeir vilja nýta.
Það er afskaplega einfalt að grafa lax og silung og við látum eina uppskrift fljóta hér með. Við mælum eindregið með því að prófa að gera þetta einu sinni vel fyrir jól svona til að auka sjálfsöryggið í þessari einföldu og skemmtilegu matargerð því hvað er ánægjulegra en að bjóða upp á fisk sem var veiddur og grafinn af sjálffum veiðimanninum?
Þessi uppskrift á að nægja til að grafa alla vega tvö 1 kg laxaflök sem við mælum með að úrbeina vel og vandlega.
250 g púðursykur (dökkur eða ljós, má líka nota venjulegan sykur)
250 g gróft salt
2 msk. dill
1 msk. fennellfræ
1 msk. sinnepsfræ
2 msk. kóríanderfræ
1/2 tsk. svartur pipar
Blandaðu saltinu og sykrinum í skál. Stráðu blöndunni á bakka og leggðu flökin með roðið niður á bakkann. Stráðu smá af blöndunni yfir laxinn og nuddaðu vel í fiskinn. Blandaðu saman kryddinu og stráðu jafnt yfir flakið. Stráðu svo salt/sykur blöndunni jafnt yfir kryddblönduna. Láttu standa í ca. 12 tíma í kæli og snúðu flökunum svo við og láttu standa í aðra 12 tíma. Laxinn er bestur er hann er borinn fram eftir þetta ferli án þess að vera frystur á milli. Geymsluþol í kæli ca. 6 dagar.
Svo er hægt að prófa sig áfram með sínar eigin kryddblöndur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |