Graflax fyrir jólin

Það eru ef­laust marg­ir sem vilja bjóða gest­um sín­um upp á graflax eða graf­inn sil­ung um jól­in en hafa kannski aldrei grafið sjálf­ir og eru með fulla kistu af fiski eft­ir sum­arið sem þeir vilja nýta.

Það er af­skap­lega ein­falt að grafa lax og sil­ung og við lát­um eina upp­skrift fljóta hér með.  Við mæl­um ein­dregið með því að prófa að gera þetta einu sinni vel fyr­ir jól svona til að auka sjálfs­ör­yggið í þess­ari ein­földu og skemmti­legu mat­ar­gerð því hvað er ánægju­legra en að bjóða upp á fisk sem var veidd­ur og graf­inn af sjálf­f­um veiðimann­in­um?

Þessi upp­skrift á að nægja til að grafa alla vega tvö 1 kg laxa­flök sem við mæl­um með að úr­beina vel og vand­lega.

250 g púður­syk­ur (dökk­ur eða ljós, má líka nota venju­leg­an syk­ur)

250 g gróft salt

2 msk. dill

1 msk. fenn­ell­fræ

1 msk. sinn­eps­fræ

2 msk. kórí­and­erfræ

1/​2 tsk. svart­ur pip­ar

Blandaðu salt­inu og sykr­in­um í skál.  Stráðu blönd­unni á bakka og leggðu flök­in með roðið niður á bakk­ann.  Stráðu smá af blönd­unni yfir lax­inn og nuddaðu vel í fisk­inn.  Blandaðu sam­an krydd­inu og stráðu jafnt yfir flakið.  Stráðu svo salt/​syk­ur blönd­unni jafnt yfir krydd­blönd­una.  Láttu standa í ca. 12 tíma í kæli og snúðu flök­un­um svo við og láttu standa í aðra 12 tíma.  Lax­inn er best­ur er hann er bor­inn fram eft­ir þetta ferli án þess að vera fryst­ur á milli.  Geymsluþol í kæli ca. 6 dag­ar.  

Svo er hægt að prófa sig áfram með sín­ar eig­in krydd­blönd­ur.  

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert