Ólafsfjarðaráin opnuð

SVAK / Guðrún Una Jónsdóttir

Könnunarleiðangur á vegum SVAK fór fram í fyrradag, 16. júlí, í Ólafsfjarðará. Fór þar formaðurinn við þriðja mann að skoða aðstæður og renna fyrir bleikju. 

Segir orðrétt á heimasíðu félagsins: „Það er skemmst frá því að segja að mikið vatn var í ánni eins og í svo mörgum ám þessa dagana. Veiðin var róleg en formaðurinn náði þó í soðið og varð töluvert var og sá einn af stærri gerðinni sem hann ákvað að leyfa öðrum veiðimönnum að njóta.

Formlegur opnunardagur var síðan í gær og vonandi hafa veiðimenn haft það gott þennan  dag í þessari skemmtilegu á en engar fregnir hafa enn borist af aflabrögðum.

Þess má svo geta að á vef SVAK eru laus veiðileyfi í síðari hluta ágúst og september ef veiðimenn vilja koma sér í skemmtilega bleikjuveiði þegar fer að síga á seinni hlutann af veiðitímabilinu.

Skoða má fréttina og laus veiðileyfi hér: http://www.svak.is/default.asp?content=frettir&frId=3&id=1180

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert