Ráðherra að bæta ímynd laxveiði

Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson. Árni Sæberg

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir þegið boð um að opna Norðurá á fimmtudagsmorgun. Sölustjóri Norðurár segir það til fyrirmyndar og til þess gert að breyta til batnaðar ímyndarvanda sem laxveiði á Íslandi hefur glímt við eftir hrun í hagkerfi þjóðarinnar.

Greint er frá þessu á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar er rætt við Einar Sigfússon, sölustjóra Norðurár, um þá staðreynd að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verði á meðal þeirra sem opna Norðurá á fimmtudagsmorgun.

Hann segir að laxveiðin hafi verið komin með ímynd bruðls og óhófs en því ættu Sigmundur Davíð og Bjarni að geta breytt með nærveru sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert