Veiði hófst í ánni nú um helgina og kemur hún vel undan vetri að sögn leigutaka. Svartá er fjögurra stanga urriðaá en fyrir neðan svonefndan Reykjafoss breytir áin um nafn og gengur undir nafninu Húseyjarkvísl. Reykjafoss er ólaxgengur en þar fyrir neðan er þekkt laxa og sjóbirtingssvæði. Í Svartá er staðbundinn urriði og undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á stofnunum árinnar með það að markmiði að byggja þá upp. Hefur það tekist mjög vel og hefur veiðin aukist mikið og urriðinn stækkað. Valdemar Friðgeirsson var einn þeirra sem var í opnunarhollinu og fengum við þessar myndir hér lánaðar hjá honum. Veiðin var góð og urriðinn sterkur og sprækur. Um 30 urriðar komu á land, flestir um 50 cm langir en sá stærsti var 64 cm langur sem Guðmundur Ármann veiddi. Mest var veiðin á púpur og var þar flugan Hrafna fremst í flokki.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |