Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Hítarár skrifuðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Hítará á árbakkanum laugardaginn 14. júní. Hítará verður því áfram hjá SVFR næstu árin.
Fram kemur í tilkynningu, að Hítará hafi verið einstaklega vinsæl meðal félagsmanna SVFR. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár og Árni Friðleifsson, formaður SVFR, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd félaganna.
Árni segir það einstaklega ánægjulegt að farsælt samstarf félaganna haldi áfram og að félagsmenn SVFR geti veitt í Hítará næstu árin. Áin sé fjölbreytt og skemmtileg og aðgengi að veiðistöðum gott, að því er segir í tilkynningu.
„Engu líkara er að laxinn í Hítará sé einnig ánægður með samninginn því þegar stjórnarmenn stilltu sér upp til myndatöku eftir undirritun samnings lyfti sér nýgenginn lax á Breiðinni.
Það veit á gott að laxinn sé mættur en Hítará opnar miðvikudaginn 18. júní. Veiðimenn sem taka fyrstu köstin í Hítará þetta árið geta því farið að hlakka til en árnefnd SVFR við Hítará hefur unnið að því hörðum höndum undanfarið að gera veiðisvæðið klárt fyrir sumarið,“ segir ennfremur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |