Flott opnunarholl í Vatnsdalsá

Myndin er frá Gilárós í Vatnsdalsá síðasta sumar þar sem …
Myndin er frá Gilárós í Vatnsdalsá síðasta sumar þar sem veiðimaður glímir við 103 sm. hrygnu. Valentínus Óskarsson /vatnsdalsa.is

Mjög góð veiði var hjá fyrsta hópnum sem lauk veiðum í Vatnsdalsá í gær, en þar var um um var að ræða svokallað opnunarholl og er þetta besta byrjun í ánni í mörg herrans ár. Opnunarhollinu tókst að landa 23 stórlöxum sem voru frá 80 til 97 sm langir. Fram kemur á heimasíðu árinnar að mikið vatn sé í ánni og fiskur sé um alla á. Áður hefur verið greint frá þeim stærsta sem tók Sunray Shadow í Grjóthrúgukvörn og teymdi veiðimanninn alla leið niður í Ármót þar sem fisknum var landað.  Það sem er óvenjulegt við þessa opnun er að flestir fiskana hafa fengist upp á dal og eru þeir splunkunýir og lúsugir. Pétur Pétursson leigutaki árinnar kveðst ekki muna eftir svona góðri dreifingu á laxinum í ánni svo snemma á tímabilinu og þetta lofi svo sannarlega góðu fyrir næstu vikur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert