Fram kom hjá leigutökum Haukadalsár í Dölum fyrr í kvöld að einn af stærri löxum sumarsins á landsvísu hefði komið þar á land fyrr í dag. Það var Ásgeir Magnús Ólafsson sem veiddi virðulegan 106 cm hæng í veiðistaðnum Lalla sem er á svæði tvö. Féll sá stóri fyrir micro hitch-túpu og greina leigutakar frá því að líklega sé um að ræða einhvern stærsta fisk sem veiðst hafi í Haukunni í mörg herrans ár. Var hængurinn virðulegi myndaður í krók og kring eftir löndun og sleppt aftur út í ána að þeirri athöfn lokinni. Ekkert lát er á fréttum um alvörustórlaxa héðan og þaðan af landinu á annars lélegu veiðisumri.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |