Stjórnarmenn í stangaveiðifélaginu Flúðir, sem er leigutaki að Fnjóská, halda upp á þjóðhátíðardaginn ár hvert með því að opna ánna. Þetta árið veiddist enginn lax og menn urðu lítið varir við hann enda var áin mjög skítug.
Veiðimaður sem fór til veiða í ánni í dag sagði fyrr í kvöld á spjallvef um ánna að nú væri sumarið loksins komið því laxinn er mættur í Fnjóská. Hefði hann farið fyrr í dag að veiða og náði að landa einum lúsugum í Efra-Lækjarviki og sá annan lax þar. Varð síðan var við fiska í bæði Merkjabreiðu og Urriðahyl, en sá reyndar ekki hvað þar var á ferðinni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |