Ágæt bleikjuveiði að Spóastöðum

Brúarfoss í Brúará skammt við Brekkuskóg.
Brúarfoss í Brúará skammt við Brekkuskóg. flick.com

Að sögn Áslaugar Jóhannsdóttur á Spóastöðum, við austur bakka Brúarár í Biskupstungum þá hefur bleikjuveiði ánni gengið ágætlega í sumar.  

Kalt hafi þó verið í vor og í byrjun sumars og hafði það mikil áhrif á veiðina, en í ánni er aðallega vatna- og sjóbleikja. Hún hafi ekki farið að veiðast að gagni fyrr en vel var komið fram í júní. Síðustu vikurnar hafi gengið vel og flestir veiðimenn sem hún hafi hitt ánægðir og sumir sem vel þekkja til gert mjög fína veiði.

Hún sagði að fiskurinn væri ágætlega haldinn í ár og talsvert af vænni bleikju sem væri í kringum 3 til 5 pund. Sagði Áslaug að nú færi að renna upp sá tími að veiðimönnum fækki við ánna í kjölfar þess að sumarfrí taki enda. 

Áslaug sagði aðspurð vita af þremur veiddum löxum í sumar, tveimur sem hefðu komið af fossbrotinu skammt fyrir ofan fossinn Dynjanda og svo einn sem kom á land við Hrafnakletta. Þetta eru helstu laxastaðirnir í Spóastaðalandinu.  Sagði Áslaug að veiðimennirnir væru aðallega á höttunum eftir silung þegar þeir væru að veiða í ánni og kæmu því færri laxar á land fyrir vikið. Hún sagði að yfirleitt væri best að eiga við laxinn seinni parts sumars.

Fáeinir tugir laxa veiðast í allri Brúará á hverju sumri sem eru þá á leið í svokallaðan Hagaós sem er gjöfulasti laxasveiðistaður á vatnasvæði Brúará við útfallið úr Apavatni.

Áslaug kvaðst ekki hafa fréttir af veiði af vestari bakkanum fyrir landi Sels, en hún reiknaði með því að þar væri ástandið í veiðinni svipað og fyrir landi Spóastaða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert