Orri í gala kvöldverð með sænska kónginum

Frá kvöldverði Baltic Salmon Fund í síðustu viku.
Frá kvöldverði Baltic Salmon Fund í síðustu viku. Stella Pictures

Orri Vigfússon formaður Verndarsjóðs Villtra Laxa (NFSA) var viðstaddur hátíðarkvöldverð samtakanna Baltic Salmon Fund í Stokkhólmi í síðustu viku.

Var þessi kvöldverður meðal annars haldinn í tilefni þess að laxveiðitímabilinu er nú lokið í Svíþjóð,  auk þess að vera fjáröflunarkvöld fyrir Baltic Salmon Fund. Meira en þrjár milljónir sænskra króna (tæplega 45 milljónir íslenskra króna) söfnuðust á þessu fjáröflunarkvöldi og voru heiðursgestir samkomunnar Carl Gústaf XVI Svíakonungur og dóttir hans Christina pirnsessa. 

Auk fjáröflunarinnar var megin tilgangur þessa kvöldverðar að varpa ljósi á þá slæmu stöðu sem blasir við laxastofnunum á svæðinu og minna á mikilvægi þess að bregðast skjótt við með ábyrgum hætti við þessari slæmu þróun.

<span><span>Samtökin Baltic Salmon Fund voru stofnuð í maí árið 2014 með það að markmiði að koma í veg fyrir útrýmingu laxa á þessu svæði, en fyrir liggur að minnsta kosti 52 af 80 ám á svæðinu sem renna í Eystrasaltið hafa tapað villtum laxastofnum sínum á undanförnum áratugum. </span></span>
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka