Fram kemur á vefsíðu leigutaka í Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu að á aðalfundi veiðifélgasins hafi fyrir skemmstu þeirri hugmynd verið varpað fram að landeigendur myndu líta til með ánni og fjarlægja rusl við ána.
Hafði stjórn veiðifélagsins hvatt landeigendur að nýta einhverja stund á á fyrstu dögum júnímánaðar í það verkefni og munu undirtektir hafa verið mjög góðar. Það var svo síðastliðinn sunnudag að allir velunnurum Vatnsdalsár voru hvattir til að mæta í grillveislu í Steinkoti þar sem í boði var grillmatur og drykkir í boði veiðifélagsins.
Margir munu hafa lagt leið sína í Steinkot þennan eftirmiðdag, en áður höfðu margir farið með sínum árhluta og hreinsað þaðan rusl. Segjast leigutakarnir vera ákaflega ánægðir með þetta framtak og hafi veitt athygli hvar hópar sáust víða að störfum við ána. Leigutakar segjast ekki láta sitt eftir liggja og mun týna úr ánni plast og annað sem þar á ekki að vera um leið vatnið hefur minkað og fært verið á þá staði sem þörf er.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |