Eldislax veiðist í Laxá í Aðaldal

Jón með eldislaxinn við veiðihúsið í Vökuholti við Laxá í …
Jón með eldislaxinn við veiðihúsið í Vökuholti við Laxá í gær.

Jón Sigurðsson var á veiðum fyrir neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal í gær og veiddi þar fisk sem allt bendir til að sè eldislax.

Jón sagði í pistli sem hann skrifaði að dræm taka hafi verið í allri Laxánni síðastliðna tvo daga enda 24 stiga hiti og steikjandi sól. Um klukkan 21:30 í gærkvöldi var að flæða að fyrir neðan fossa og hitinn hafði dottið niður. Jón sagðist hafa fengið góða töku og hélt að þar væri kominn laxinn sem hann gæti fagnað og sleppt aftur að viðureign lokinni. Mikil vonbrigði urðu hins vegar þegar fisknum var landað og í ljós kom að um eldislax var að ræða sem er einn helsti óvinur laxveiðimanna. Jón sagði að í huga sér hefði verið runninn upp sorgardagur.

Nýlega verið kvaðst Jón hafa verið með dóttur sinni við veiðar í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Dóttirin hafi sett í fisk í Útfallinu sem er efsti veiðistaðurinn. Töldu þau í fyrstu að þarna væri væn bleikja á ferðinni, en reyndist hins vegar vera regnbogasilungur.

Jón spyr hvort regnbogasilungar og eldislaxar sé famtíðin sem bíði veiðimanna og unnenda íslenskrar náttúru og kveðst ekki sáttur við tilhugsunina. Hann segir að í okkar fallegu og hreinu náttúru sem við viljum selja ferðamönnum aðgang að með annarri hendinni séum við um leið að eyðileggja hana með hinni hendinni. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert