Selur við Sakkarhólma í Soginu

Selurinn á svamli upp við Sakkarhólma.
Selurinn á svamli upp við Sakkarhólma. Júlíus H. Schopka

Júlíus Helgi Schopka var við veiðar í Soginu fyrir landi Bíldsfells um liðna helgi ásamt tveimur félögum. Hafa þeir félagar farið á þessum tíma í mörg ár en veiðin aldrei verið eins lítil og nú í sumar og kannski liggur skýringin í því að þeir urðu varir við sel á svæðinu.

Þegar þeir félagar renndu í hlað og fóru í gegnum veiðibókina í veiðihúsinu kom í ljós að tæplega hafa verið skráðir 50 laxar og þar af 5 hnúðlaxar og hafa þeir aldrei komið að ánni eins daufri og nú. Júlíus sagði að þeir hafi ekki orðið varir  við lax í þá tvo daga sem þeir vorum þar við veiðar þrátt fyrir ágætar aðstæður, hlýindi og gott vatn 

Kannski liggur skýringin að einhverju leyti í selnum sem heimsótti þá upp við Sakkarhólma á þriðju vakt, en það er með efstu veiðistöðum á laxgegna hluta Sogsins. Hann virtist ekki mjög mannafælinn heldur fylgdist grannt með mannaferðum og elti upp ána þegar haldið var í bílinn að ná í myndavél.  Svo leyfði hann myndatökur í þó nokkurn tíma og var hinn spakasti.  Var þetta tilkynnt strax en hann var á bak og burt þegar selaskyttan mætti á svæðið.  

Júlíusi kvaðst gruna að selurinn hafi ekki verið einn á ferð og hver veit hvað hann og félagar hans hafa náð að hræra í hyljum og strengjum Sogsins síðustu daga og vikur. Júlíus sagði að þeim veiðifélögunum hafi verið tjáð að alltaf sé eitthvað um að selur gangi í Sogið á hverju sumri en einnig að ekki sé lengur skotinn selur í ósi Ölfusár þar sem það fer víst fyrir brjóstið á blessuðum túristunum sem flykkist þangað til þess að dást að honum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert