Ákall vegna virkjunaráforma Svartár í Bárðardal

Frá Svartá í Bárðardal.
Frá Svartá í Bárðardal. Baldur Sigurðsson

Ólafur K. Nielsen náttúrufræðingur mótmælir harðlega fyrirhugaðri virkjun Svartár í Bárðardal og segir að slíkt yrði níðingsverk verði það að veruleika. Þetta ritar hann í þingeyska fréttablaðinu Skarpi í gær.

Þetta ritar hann sem ákall til Þingeyinga og orðrétt skrifar Ólafur „Þingeyingar, ég hvet ykkur til að standa upp og mótmæla Svartárvirkjun. Tækifærið er núna! Almenningur og félagasamtök hafa frest til 23. október til að skila inn skriflegum athugasemdum til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.“

Jafnframt skrifar Ólafur; „Ég spyr ykkur Þingeyingar, treystið þið „athafnaskáldunum“ sem standa að SSB orku til góðra verka við Svartá? Ekki geri ég það og þar er reynslan ólygnust. Ég hef séð skítuga slóðina eftir þessa „höfðingja“ við Köldukvísl á Tjörnesi. Köldukvíslarvirkjun er í eigu Péturs Bjarnasonar eins helsta talsmanns og stórs hluthafa í SSB orku. Í virkjunarleyfi frá febrúar 2014 vegna Köldukvíslavirkjunar segir að tryggt skuli lágmarksrennsli neðan stíflu þannig að lífsskilyrði bleikju og straumandar viðhaldist. Þetta hljómar fallega líkt og loforð um 4 m3/sek í virkjuðum farvegi Svartár og blómlegt lífríki með flugu, fiski og fugli. Þetta er falssýn! Hverjar hafa efndirnar verið við Köldukvísl? Augu mín hafa séð hvernig farvegur Köldukvíslar neðan stíflu hefur ítrekað á umliðnum árum verið vatnslaus og Fossbúinn, bleikjan og straumöndin heyra sögunni til!“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert