Í sumar munum við kynna eina flugu í viku hverri fyrir bæði lax og silung. Við fengum Ólaf Vigfússon í Veiðihorninu til að velja þessar flugur fyrir okkur. Hér birtast þær fyrstu.
Sunray Shadow fleyguð
Fjölmörg afbrigði eru til af hinni vinsælu Sunray Shadow.
Þessi útfærsla, svokölluð skáskorin Sunray er fleyguð að framan og hefur gefið mörgum veiðimönnum góða veiði síðustu sumur.
Það má bæði veiða á hana á dauðareki með sökkenda en einnig á hröðu strippi með flotlínu. Nýrunninn lax stenst hana ekki.
Pheasant Tail
Ef þú ert á leið í silungsveiði aðeins með eina flugur þá velur þú Pheasant Tail. Þetta er gömul alþjóðleg púpa sem tælir silung um allan heim. Fjölmargar gerðir og útfærslur eru til af Pheasant Tail, bæði þyngdar og óþyngdar.
Árangursrík aðferð við veiðar með Pheasant Tail er andstreymisköst með tökuvara. Ef þessi fluga er ekki í boxinu nú þegar væri góður leikur að bæta úr því strax.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |