Fyrsti lax sumarsins kom á land úr Langadalsá við Ísafjarðardjúp síðastliðinn fimmtudag og hafa svo fleiri bæst í hópinn.
Sá fyrsti sem kom á land reyndist vera 69 cm hængur sem veiddist í Efra-Brúarfljóti á fluguna Black Ghost. Í gærmorgun komu svo fimm laxar á land, þrír úr Neðra-Brúarfljóti og tveir af Klöppinni. Allt reyndust það vera nýgegnir smálaxar sem virtust vera skila sér inn á stórstreyminu.
Aðeins einn stórlax hefur veiðst það sem af er sem veiddist í Kirkjubólsfljóti og reyndist vera 80 cm og var sleppt að viðureign lokinni.
Hafa því sjö laxar skilað sér í bók nú þegar og eru menn við Langadalsá bjartsýnir og segja þessa byrjun lofa góðu um framhaldið þar sem smálaxinn er þegar mættur. Athygli vekur að meirihluti þeirra laxa sem landað hefur verið eru hængar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |