Veiði hófst á svokölluðu Nessvæði í Laxá í Aðaldal í morgun og að sögn Árna Péturs Hilmarssonar, eins af umsjónarmönnum þess, fer veiði þokkalega af stað.
Sex laxar komu á land og urðu menn talsvert varir við hann með að setja í og missa þó nokkra og reisa fleiri.
Einn stórhöfðingi kom á land af Skriðuflúð og reyndist vera 103 cm á lengdina og 50 cm að ummáli. Að sögn Árna Péturs er þessi lax klárlega 25 ensk pund samkvæmt kvarða Aðaldalsmanna.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |