Líf og fjör í Miðfirði

Veiðin í Miðfjaðará er aukast jafnt og þétt. Síðustu dagar hafa skilað góðri veiði og vaxandi göngur eru í ána. Frekar mikið vatn er í öllum ánum á vatnasvæðinu og fiskur á því auðvelt með að ganga bæði Austurá og Vesturá. Sporðaköst voru í Miðfirðinum um helgina og var líf og fjör á öllum svæðum. Áin er komin í 200 laxa en aðeins er veitt á sex stangir fyrstu vikur veiðitímans. Rafn Alfreðsson leigutaki segir veiðina vera að aukast jafnt og þétt. Í myndskeiðinu má sjá hvernig stemmingin er fyrir norðan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert