Mikil laxgengd er í Þjórsá og er ekki ofsögum sagt að mokveiði sé á veiðisvæðinu sem kennt er við Urriðafoss. Veitt er á fjórar stangir á vesturbakkanum og er fimm laxa kvóti á stöng. Samtals er því kvótinn tuttugu laxar á dag. Stefán Sigurðsson leigutaki segir menn taka kvótann nánast alla daga. „Sumir eru mjög snöggir að því en aðrir fara sér hægar eins og gengur.“ Smálax er nú að ganga í Þjórsá af miklum krafti og eiga þær göngur bara eftir að aukast og ná hámarki þegar komið er fram yfir miðjan júlí. Heildarfjöldi veiddra laxa á svæðinu er nú kominn í um 500 fiska á fjórar stangir, frá því að áin opnaði 27. maí. Veitt er á maðk og flugu í Þjórsá en bannað að veiða á spún. Stöku lax veiðist á flugu en bróðurparturinn er tekinn á maðk. Þarna draga menn fram gömlu græjurnar og Ambassador-hjólin öðlast nýtt líf.
Ekki liggur fyrir nákvæm tala um stofnstærð á laxi í Þjórsá en besta ágiskun er að horfa til afla netabænda og margfalda þá tölu með þremur. Það er að minnsta kosti sú aðferð sem Stefán Sigurðsson horfir til. Miðað við þá reikniformúlu má búast við að fjöldi laxa sem gengur í ána sé á bilinu 30 til 40 þúsund. En þetta er í besta falli ágiskun.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |