Mokveiði í Urriðafossi

Atli Steinn Jónsson með tveggja ára lax sem tók í …
Atli Steinn Jónsson með tveggja ára lax sem tók í veiðistaðnum Huldu í Urriðafossi. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Mik­il lax­gengd er í Þjórsá og er ekki of­sög­um sagt að mokveiði sé á veiðisvæðinu sem kennt er við Urriðafoss. Veitt er á fjór­ar stang­ir á vest­ur­bakk­an­um og er fimm laxa kvóti á stöng. Sam­tals er því kvót­inn tutt­ugu lax­ar á dag. Stefán Sig­urðsson leigutaki seg­ir menn taka kvót­ann nán­ast alla daga. „Sum­ir eru mjög snögg­ir að því en aðrir fara sér hæg­ar eins og geng­ur.“ Smá­lax er nú að ganga í Þjórsá af mikl­um krafti og eiga þær göng­ur bara eft­ir að aukast og ná há­marki þegar komið er fram yfir miðjan júlí. Heild­ar­fjöldi veiddra laxa á svæðinu er nú kom­inn í um 500 fiska á fjór­ar stang­ir, frá því að áin opnaði 27. maí. Veitt er á maðk og flugu í Þjórsá en bannað að veiða á spún. Stöku lax veiðist á flugu en bróðurpart­ur­inn er tek­inn á maðk. Þarna draga menn fram gömlu græj­urn­ar og Ambassa­dor-hjól­in öðlast nýtt líf.

30 til 40 þúsund lax­ar?

Ekki ligg­ur fyr­ir ná­kvæm tala um stofn­stærð á laxi í Þjórsá en besta ágisk­un er að horfa til afla neta­bænda og marg­falda þá tölu með þrem­ur. Það er að minnsta kosti sú aðferð sem Stefán Sig­urðsson horf­ir til. Miðað við þá reikni­formúlu má bú­ast við að fjöldi laxa sem geng­ur í ána sé á bil­inu 30 til 40 þúsund. En þetta er í besta falli ágisk­un.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert