„Ég held að þetta sé örugglega ekki oftalið. Þetta er semsagt sú tala sem ég geymi fyrir sjálfan mig,“ segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, betur þekktur sem Tóti tönn.
Í viðtali í nýjasta hefti Sportveiðiblaðsins segir að Tóti sé samkvæmt eigin bókhaldi búinn að veiða 20.511 laxa um ævina. Hann segist halda eigið bókhald sem hann uppfæri í lok hvers veiðitímabils. Árið 2001 stóð talan í um 16 þúsund löxum.
Tóti veiðir ekki lax aðeins í íslenskum ám. Hann hefur heimsótt lönd á borð við Rússland, Noreg og Skotland, svo dæmi séu nefnd, segir í blaðinu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |