Búið að opna Svalbarðsá

Veiðikona með fallegan vorlax úr Svalbarðsá síðdegis í gær.
Veiðikona með fallegan vorlax úr Svalbarðsá síðdegis í gær. Hreggnasi

Svalbarðsá í Þistilfirði opnaði 1. júlí og virðist veiði fara vel af stað samkvæmt fyrstu fréttum. Þar eru skilyrði til veiða víst eins og best verður á kosið og vatnsstaðan í ánni eins og þegar komið er fram á mitt sumar.

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem heldur utan um leigu á ánni, náði fyrsti hópurinn fjórum löxum á land á tveimur dögum sem voru á bilinu 82 til 92 cm.  Einungis er veitt á tvær stangir fyrstu daganna, en fjölgar svo upp í þrjár.

Hópurinn sem tók við síðdegis í gær landaði svo sex löxum á fyrstu vaktinni sem voru frá 75 til 85 cm og veiddust þeir allir á miðsvæði árinnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert