Búið að opna Svalbarðsá

Veiðikona með fallegan vorlax úr Svalbarðsá síðdegis í gær.
Veiðikona með fallegan vorlax úr Svalbarðsá síðdegis í gær. Hreggnasi

Sval­b­arðsá í Þistil­f­irði opnaði 1. júlí og virðist veiði fara vel af stað sam­kvæmt fyrstu frétt­um. Þar eru skil­yrði til veiða víst eins og best verður á kosið og vatns­staðan í ánni eins og þegar komið er fram á mitt sum­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veiðifé­lag­inu Hreggnasa, sem held­ur utan um leigu á ánni, náði fyrsti hóp­ur­inn fjór­um löx­um á land á tveim­ur dög­um sem voru á bil­inu 82 til 92 cm.  Ein­ung­is er veitt á tvær stang­ir fyrstu dag­anna, en fjölg­ar svo upp í þrjár.

Hóp­ur­inn sem tók við síðdeg­is í gær landaði svo sex löx­um á fyrstu vakt­inni sem voru frá 75 til 85 cm og veidd­ust þeir all­ir á miðsvæði ár­inn­ar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert