Fyrsta vikan í Veiðivötnum lofar góðu

Ljót ummerki um utanvegaakstur við Litlasjó í sumar þar sem …
Ljót ummerki um utanvegaakstur við Litlasjó í sumar þar sem ökumenn aka yfir viðkvæman mosagróður og sökkva í drullu til að forðast smápolla á veginum. Bryndís Magnúsdóttir

Fram kemur á vef Veiðifélags Landmannaafréttar að veiðin fyrstu tvær vikurnar í Veiðivötnum hafi verið ágæt þrátt fyrir talsvert rysjótt tíðarfar frá því opnaði 18. júní.

Ástand náttúrunnar við vötnin er sagt vera gott, en nokkuð hátt er í Ónýtavatni, Hraunvötnum og Litlasjó, en miklu betra ástand núna en á sama tíma í fyrra. Veiðiverðir eru búnir að merkja vað yfir Hermannsvík og þar er fært á jeppum og jepplingum.

Enn er svolítið vatn á veginum í Eyvík en þar verða vegir vel færir fljótlega. Örgrunnt vatn er á veginum innst við Litlasjó og ekkert að óttast og ökumenn beðnir að halda sig á veginum

Alls komu 6.258 fiskar á land fyrstu tvær vikurnar, 2.650 urriðar og 3.608 bleikjur. Mest hefur veiðst í Snjóölduvatni, 1.774 fiskar en þar er sá stærsti 4,2 pund. Í kjölfarið kemur svo Litlisjór með 977 fiska en stærsti fiskurinn þaðan er 9,4 pund.

Fram kemur að síðustu daga hafi Litlisjór gefið sérstaklega vel og eru veiðimenn almennt ánægðir með fiskinn þar, sem er spikfeitur og kröftugur urriði. Stærsti fiskurinn til þessa úr vötnunum er 12 punda urriði úr Hraunvötnum þar sem veiddust 508 urriðar þessar fyrstu tvær vikur.  

Mesta meðalþyngdin er 5,64 pund úr Pyttlum þar sem veiðst hafa 13 fiskar það sem af er og sá stærsti þaðan 8,4 pund.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert