Hörkuveiði en ekki þjóðgarðsbleikja

Ótrúlega flottar bleikjur og þær tóku allar heimatilbúnar púpur.
Ótrúlega flottar bleikjur og þær tóku allar heimatilbúnar púpur. Ljósmynd/Aðsend

Ívar Bragason, tryggingasali hjá TM, gerði hörkuveiði á kajak út frá Heiðabæ 2, við Þingvallavatn. Ívar sem er þaulreyndur silungsveiðimaður segir mikið af góðri bleikju í vatninu og ljóst sé að ástandið á henni sé gott. Bleikjurnar voru á bilinu 50 til 60 sentímetra langar og spikfeitar.

„Ég fór nokkuð langt frá landi eða svona 150 metra. Ég var að veiða með tökuvara og taumurinn var um það bil tvær stangalengdir eða 18 til 20 fet.“

Ívar Bragason er einn af þeim sem stunda Þingvallavatn af …
Ívar Bragason er einn af þeim sem stunda Þingvallavatn af krafti. Ljósmynd/Aðsend

Flugurnar voru hnýttar af honum sjálfum. Svart vinyl rip og kúla. Krókur númer 14. „Þetta voru ekki merkilegar flugur og hún hefði tekið hvað sem er sem líktist kuðungi. Ég held að þessar bleikjur komi ekki upp á grunnið. Þær líta örðuvísi út en þjóðgarðsbleikjan og halda sig frekar djúpt.“

Ívar segir að með því að veiða af kajak hafi …
Ívar segir að með því að veiða af kajak hafi veiðin breyst. Nýir möguleikar og ný ævintýri. Ljósmynd/Aðsend

Bylting að vera á kajak

Ívar segir algera byltingu að vera á kajak. Það hreinlega opnist ný vídd í vatnaveiðinni. „Maður fer á nýja staði og upplifir ný ævintýri.“

Þegar hann reri út frá Heiðabæ 2 var hann í þrjá tíma og skyldi afar sáttur við svæðið.

Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir á netfangið eggertskula@mbl.is og láta fylgja með hvar þeir voru, á hvað þeir veiddu og jafnvel eitthvað aðeins meira.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert