Lofar góðu í Hölkná

Laxi sleppt aftur að viðureign lokinni í opnun Hölknár á …
Laxi sleppt aftur að viðureign lokinni í opnun Hölknár á dögunum. Elvar Friðriksson

Hölkná í Þistilfirði opnaði um mánaðamótin og samkvæmt upplýsingum frá leigutökum árinnar eru þeir ánægðir með þessa opnun sem gefi tilefni til að líta björtum augum á framhaldið.

Samkvæmt Elvari Friðrikssyni sem annast sölu veiðileyfa í ánni, fyrir hönd Eleven Experience, jókst vatnsmagn mikið í ánni fyrsta daginn og hún varð erfið viðureignar. Eftir að það fór lækkandi gekk betur og komu sex laxar á land og annað eins var misst.

Að sögn Elvars var þetta mest tveggja ára lax, en þó eitthvað um smálax sem hann sagði að væri mjög ánægjulegt að sjá svona snemma á þessum slóðum. Han sagði að laxinn kæmi gríðarlega vel haldinn úr hafi og gæfi mönnum tilefni til bjartsýni fyrir sumarið. Fram kom að sala veiðileyfa hafi gengið vel í vetur en þó væru enn örfáir dagar óseldir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert