Korpa/Úlfarsá opnaði þann 27. júní og virðist fara ágætlega af stað samkvæmt fyrstu fréttum þaðan.
Í gærdag var búið að skrá 24 laxa í veiðibók eftir sjö daga veiði á tvær stangir. Þar er leyft að veiða jöfnum höndum á maðk og flugu og er er kvóti þrír laxar á dag á hverja dagsstöng.
Samkvæmt veiðibókinni þá hefur veiðst mest í Stíflunni sem er rétt neðan við Vesturlandsveg þar sem veiðst hafa sjö laxar það sem af er. Sex laxar hafa veiðst í Fossinum og þrír í Berghyl.
Þá er athyglisvert helmingur skráðra laxa hefur komið á flugu en mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði í ánni síðustu árin og hafa þessar lagfæringar gert hana aðgengilegri en áður til fluguveiða.
Korpa er alþekkt sem smálaxaá og er stærsti laxinn sem landað hefur í sumar 68 cm hængur. Áin gaf 117 laxa í fyrra, en hefur á síðustu árum gefið mest 278 laxa árið 2003.
Stangveiðifélag Reykjavíkur er núverandi leigutaki að ánni sem er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar hafa farið þar fram í nokkuð mörg ár.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |