Korpa fer ágætlega af stað

Við Berghyl og Foss í Korpu.
Við Berghyl og Foss í Korpu. Hreggnasi

Korpa/Úlfarsá opnaði þann 27. júní og virðist fara ágætlega af stað samkvæmt fyrstu fréttum þaðan.

Í gærdag var búið að skrá 24 laxa í veiðibók eftir sjö daga veiði á tvær stang­ir. Þar er leyft að veiða jöfn­um hönd­um á maðk og flugu og er er kvóti þrír laxar á dag á hverja dagsstöng.

Samkvæmt veiðibókinni þá hefur veiðst mest í Stíflunni sem er rétt neðan við Vesturlandsveg þar sem veiðst hafa sjö laxar það sem af er.  Sex laxar hafa veiðst í Fossinum og þrír í Berghyl. 

Þá er athyglisvert helmingur skráðra laxa hefur komið á flugu en mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði í ánni síðustu árin og hafa þessar lagfæringar gert hana aðgengilegri en áður til fluguveiða.

Korpa er alþekkt sem smálaxaá og er stærsti laxinn sem landað hefur í sumar 68 cm hængur. Áin gaf 117 laxa í fyrra, en hefur á síðustu árum gefið mest 278 laxa árið 2003.

Stangveiðifélag Reykjavíkur er núverandi leigutaki að ánni sem er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar hafa farið þar fram í nokkuð mörg ár. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert