Samantekt á vikulegum veiðitölum úr laxveiðiám landsins birtust snemma í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, en hún nær frá 27. júní til 4. júlí. Þverá/Kjarrá er sem fyrr efst á listanum og eftir mjög góða veiðiviku og þar er veiðin komin í 843 laxa og þar veiddust 391 lax síðastliðna viku.
Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í Þverá/Kjarrá í 656 löxum og veiðin núna því orðin 187 löxum meiri eða tæp 30% aukning á milli ára.
Veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá er í öðru sæti og komið í alls 577 laxa og þar hefur veiðin gengið mjög vel og var vikuveiðin 186 laxar. Þar er nú veiðin orðin 142 löxum meiri en á sama tíma í fyrra.
Norðurá í Borgarfirði er í þriðja sæti með 557 laxa með vikuveiði upp á 207 laxa sem er mjög sambærilegt og á sama tíma í fyrra.
Hér er listinn yfir 11 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.
Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |