Vikulegar veiðitölur

Þýskur veiðimaður með 20 punda hæng sem veiddist á Haug …
Þýskur veiðimaður með 20 punda hæng sem veiddist á Haug nr. 14 í Neðri-Kæli í Víðidalsá síðastliðinn þriðjudag. Þar fer veiðin fremur rólega af stað. Stefán Kristjánsson

Samantekt á vikulegum veiðitölum úr laxveiðiám landsins birtust snemma í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, en hún nær frá 27. júní til 4. júlí. Þverá/Kjarrá er sem fyrr efst á listanum og eftir mjög góða veiðiviku og þar er veiðin komin í 843 laxa og þar veiddust 391 lax síðastliðna viku.

Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í Þverá/Kjarrá í 656 löxum og veiðin núna því orðin 187 löxum meiri eða tæp 30% aukning á milli ára.

Veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá er í öðru sæti og komið í alls 577 laxa og þar hefur veiðin gengið mjög vel og var vikuveiðin 186 laxar. Þar er nú veiðin orðin 142 löxum meiri en á sama tíma í fyrra. 

Norðurá í Borgarfirði er í þriðja sæti með 557 laxa með vikuveiði upp á 207 laxa sem er mjög sambærilegt og á sama tíma í fyrra.

Hér er listinn yfir 11 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.

  1. Þverá og Kjarrá 843 laxar - vikuveiði 391 laxar (656 á sama tíma 2017)
  2. Urriðafoss í Þjórsá 577 laxa - vikuveiði 186 laxar (435 á sama tíma 2017)
  3. Norðurá 557 laxar - vikuveiði 207 laxar (575 á sama tíma 2017)
  4. Miðfjarðará 320 laxar - vikuveiði 143 laxar (451 á sama tíma 2017)
  5. Haffjarðará 320 laxar - vikuveiði 167 laxar (312 á sama tíma 2017)
  6. Blanda 299 laxar - vikuveiðin 124 laxar (371 á sama tíma 2017)
  7. Elliðaárnar 228 laxar - vikuveiði 111 laxar (238 á sama tíma 2017)
  8. Ytri-Rangá 208 laxar - vikuveiði 142 laxar (365 á sama tíma 2017)
  9. Langá 196 laxar - vikuveiði 115 laxar (331 á sama tíma 2017)
  10. Brennan 188 laxar - vikuveiði 87 laxar (150 á sama tíma 2017)
  11. Grímsá og Tunguá 175 laxar - vikuveiði 101 laxar (233 á sama tíma 2017)

 Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert