Nýr kúluhaus og ein fyrir bleikju

Klassísk fluga í nýrri útfærslu. Black and Blue með kúluhaus.
Klassísk fluga í nýrri útfærslu. Black and Blue með kúluhaus. mbl.is/Árni Sæberg

Fluga vikunnar í laxinn er ný útgáfa af klassískri flugu og fyrir sjóbleikjuna er það gjöful púpa. Það er Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu sem velur flugurnar og segir deili á þeim.

Black and Blue með kúluhaus

Black and Blue er velþekkt miðsumarfluga.  Black and Blue hefur hér verið hnýtt með kúluhaus sem þyngir fluguna svo unnt er að veiða dýpra með henni án þess að bregða fyrir sig sökkenda.

Kúlan gerir það að verkum að flugan hreyfist öðruvísi í vatni en óþyngd.  Ýmsar vel þekktar laxaflugur hafa nú verið útfærðar með kúluhaus og gefið vel í miklu vatni nú í byrjun sumars.

Alma Rún er mögnuð í sjóbleikjuna.
Alma Rún er mögnuð í sjóbleikjuna. mbl.is/Árni Sæberg

Alma Rún í sjóbleikjuna

Alma Rún er ein af betri púpum í sjóbleikju.  Flugan var upphaflega hönnuð fyrir Hlíðarvatn og notuð þar árum saman áður en hún varð þekkt.

Alma Rún hefur reynst feikivel víða um land, meðal annars í Hraunsfirði og silungasvæðum Húnvetnsku ánna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert