Úr 10 löxum í 450

Jóhann Valur Stefnisson með lax úr Sæmundará. Veiðin fer vel …
Jóhann Valur Stefnisson með lax úr Sæmundará. Veiðin fer vel af stað í ánni. Ljósmynd/Aðsend

Sæmundará skammt frá Sauðárkróki fer vel af stað. Tæplega fimmtíu laxar eru komnir á land, en einungis er veitt á tvær stangir fyrstu daga veiðitímans. Þriðja stöngin bætist við nú um helgina. Jóhann Valur Stefnisson, einn leigutaka Sæmundarár segir stöðuna í ánni góða. Töluvert hefur sést af laxi og mikið af honum er vænn.

Veiðihúsið var tekið í notkun í vor og er afar …
Veiðihúsið var tekið í notkun í vor og er afar skemmtilegt. Ljósmynd/Aðsend

Nýtt veiðihús og 14 ára samningur

Nýtt veiðihús var tekið í notkun í vor og er það afar glæsilegt og hefur ekkert verið til sparað. Jóhann Valur segir mikla ánægju með húsið og það sé án ef eitt það glæsilegasta þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. 

Félagið Melhorn ehf hefur gert samning um leigu á Sæmundará til fjórtán ára. Melhorn eiga, Jóhann Valur, Leifur Aðalsteinsson og Jóhannes Þ. Guðmundsson. „Þegar við byrjuðum með ána var hún að skila okkur sumarveiði upp á tíu til tólf fiska. Síðasta sumar voru bókaðir 450 laxar úr Sæmundará," segir Jóhann Valur í samtali við Sporðaköst.

Góður pallur er við húsið en það er um 160 …
Góður pallur er við húsið en það er um 160 fermetrar. Ljósmynd/Aðsend

Mikið er af stórlaxi í Sæmundará og ekki óalgengt að þar veiðist fiskar sem ná þeirri eftirsóknarverðu lengd, 100 sentímetrar. Áin er 17 kílómetrar að lengd og er því nóg pláss fyrir veiðimenn.

Útsýnið er ekki amalegt. Sést yfir Sæmundará
Útsýnið er ekki amalegt. Sést yfir Sæmundará Ljósmynd/Aðsend



mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert