Hítará uppseld í sumar – alger óvissa

Skriðan er risastór, eins og sjá má á myndinni.
Skriðan er risastór, eins og sjá má á myndinni. Ljósmynd/Erla Dögg Ármannsdóttir

Laxveiðileyfi í Hítará í sumar eru uppseld. Stangveiðifélag Reykjavíkur er með ána á leigu út þetta veiðitímabil. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri SVFR, sagði í samtali við Sporðaköst að á þessari stundu væri alger óvissa ríkjandi. „Við bíðum eftir viðbragðsáætlun frá landeigendum og tillögum frá Hafrannsóknastofnun. Það getur tekið einhvern tíma að meta ástandið og möguleg viðbrögð.“

Ari ræddi við kokkinn í veiðihúsinu í hádeginu og þá var ekki að sjá að áhrif hefðu náð niður að veiðihúsinu. Áin var enn í „þokkalegu júlívatni“. Hann sagði lítið hægt að gera annað en bíða og sjá hvað myndi setja.

„Viðbúið er að veiðimenn sem eiga veiði fram undan fari að hafa samband og við reynum að meta stöðuna eins hratt og mögulegt er. En það mun taka tíma,“ sagði Ari.

Aðspurður sagði Ari að engar tryggingar næðu yfir náttúruhamfarir sem þessar. Hann taldi þetta fordæmalaust mál og ótrúlegt að horfa upp á þessa miklu skriðu.

Myndin var tekin rétt fyrir klukkan eitt út um glugga …
Myndin var tekin rétt fyrir klukkan eitt út um glugga á veiðihúsinu við Hítará. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert