Hamfarahollið með 30 laxa

Hallur Baldursson með 20 pundara úr Kjósinni. Þessi fékkst á …
Hallur Baldursson með 20 pundara úr Kjósinni. Þessi fékkst á Bollastaðabreiðu og var annar tveggja 20 pundara sem veiddust í Kjósinni í vikunni. Ljósmynd/Aðsend

Kuldi og mikið vatnsmagn hefur sett mark sitt á veiðina í Laxá í Kjós. 210 laxar höfðu veiðst í gær en athygli vekur að þrátt fyrir góðar göngur er laxinn ekki búinn að dreifa sér sem skyldi á efri svæði árinnar. Mikið vatn í ánni gerir Laxfoss að meiri hindrun en í venjulegu árferði. Sama vandamál er að finna í fleiri ám á Vesturlandi, eins og Langá, Grímsá og jafnvel Norðurá.

Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa sem er leigutaki að Laxá í Kjós segir góðar göngur í Kjósinni. „Við sjáum þess nú merki að lax sé farinn að ganga á efri svæðin. Við erum enn þá í snjóbráð og vatnshiti mjög lágur.

Það merkilega við liðna viku er að við náðum tveimur óvenjustórum löxum. Einum 21 punds hæng úr Laxfossi og öðrum sem vigtaði 20 pund af Bollastaðabreiðu. Man ég ekki eftir jafnmörgum stórlöxum í ánni í seinni tíð. Í gærkveldi sá ég svo nýgenginn lax uppi í Neðri-Spegli sem var klárlega vel yfir metra. Þannig að þeir eru hérna. Að auki erum við farnir að sjá hefðbundna stórbirtinga ganga á miðsvæðið,“ sagði Haraldur í samtali við Sporðaköst.

Hamfarahollið í Hítará með 30 laxa

Hollið, sem var við veiðar í Hítará á meðan grjótskriðan mikla féll í ána og stíflaði hana, gerði ágætisveiði. Hollið lauk veiðum á hádegi í dag og voru bókaðir þrjátíu laxar. Nýtt holl hefur veiðar nú síðdegis og mun stjórn SVFR fylgjast grannt með og fá upplýsingar frá veiðimönnum. Sex stangir eru í ánni og hafa tvær þeir verið upp frá, eða á því svæði sem nú er þornað upp eftir hamfarirnar. Enn er alger óvissa um framvinduna og hvort áin verður veiðanleg á neðri hlutanum, en þar eru bestu veiðistaðirnir í Hítará.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert