Kattarfoss fyrir og eftir hamfarirnar

Þetta er Kattarfoss í Hítará, eins og hann leit út …
Þetta er Kattarfoss í Hítará, eins og hann leit út í gær. Hér var áður tignarlegur foss. Ljósmynd/Ólafur Sigvaldason

Vatnsmagn hefur aukist á nýjan leik í Hítará eftir að áin braut sér leið yfir í hliðarána Tálma. Má segja að Hítará sameinist því sínum gamla farvegi þar sem áður voru ármót Tálma og Hítarár. Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár, segir enn mikla óvissu um framvindu en ljóst sé að árfarvegur Tálma ráði ekki við svo mikið vatn sem nú fer um hann. „Vatn í Hítará minnkaði mjög mikið í gær en eftir að áin braut sér nýja leið fram hjá skriðunni og út í Tálma hefur vatnsmagn aukist að nýju. Það er nokkuð litað vatnið en meir í ætt við jökullit en hreinan moldarlit,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst í morgun.

Ólafur telur að hið uppþornaða svæði í gamla árfarvegi Hítarár sé um 10 kílómetrar. „Líkast til drepst allur fiskur á þessu svæði en neðst á svæðinu í kringum veiðistaðinn Grettisbæli gætu einhver seiði lifað af. „Það er mikil eftirsjá að þessu svæði enda voru þarna góð uppvaxtarskilyrði fyrir seiði og gjöfult veiðisvæði.

Leyfi mér að vera bjartsýnn

Ólafur segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn á veiði í neðri hluta Hítarár. „Ég átta mig engan veginn á hvernig þetta mun þróast en vonandi verður hægt að veiða í neðri hluta árinnar í sumar. Það á þó allt eftir að koma í ljós.“ Veiðimenn eru enn við veiðar í Hítará, en Ólafi var ekki kunnugt um hvort einhver veiði hafi verið frá því að skriðan féll.

Ljóst er að Hítará mun ryðja miklu úr bökkum Tálma og óvíst hvernig mál þróast eftir að hliðaráin fóstraði sjálfa meginána.

Hér má sjá Kattarfoss áður en skriðan stöðvaði flæði árinnar.
Hér má sjá Kattarfoss áður en skriðan stöðvaði flæði árinnar. Matt Harris

Mörg hundruð milljónir

Ólafur segir að hægt sé að moka sig í gegnum skriðuna miklu sem stíflaði Hítará. „Það er hins vegar gríðarleg framkvæmd og mun kosta hundruð milljóna. Slíkt verkefni er ekki á færi lítils veiðifélags.“ Skriðan sem féll úr Fagraskógarfjalli er tugir metra á þykkt þar sem mest er. Skriðan kom yfir ána nokkuð fyrir ofan Kattarfoss og er hún nú þurr allt niður fyrir Grettisbæli. Í myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Kattarfossinn eins og hann leit út í gær. Ólafur tók sjálfur myndina.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert