Fram kemur í fréttum frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar að sumarið þar hafi verið bæði kalt og blautt það sem af er. Það virðist þó lítil áhrif hafa á tökugleði fiskanna og hefur veiðin verið ágæt.
Það eru mörg vötn sem ekki er mikið veitt í og eitt þeirra er Hlíðarvatn, sem er frekar erfitt að komast að, en ferðalagið þangað er oftar en ekki vel þess virði. Vatnið er þokkalega stórt og gott veiðiðivatn. Sagt er frá þremur félögum i veiðiklúbbi einum sem lögðu leið sína upp í Hlíðarvatn 28. júní. Þeir veiddu 45 bleikjur og 18 urriða og voru stærstu fiskarnir um 1,7 kíló. Var allt veitt á flugur.
Þá er greint frá því að Efra-Arfavatnið hafi verið að koma sterkt inn í sumar og segjast forsvarsmenn veiðifélagsins ekki muna eftir að hafa séð eins marga fiska skráða á land þar áður. Þá finnst mönnum einnig gaman að sjá að bleikjan er í miklum meirihluta þar, en veiðifélagið hefur haft áhyggjur af framgangi bleikjunnar á heiðinni síðustu árin.
Veiðifélagið vill hins vegar minna veiðimenn á að standa sig betur í skilum á veiðiskýrslum. Skammarlegt sé hve margir hunsa skýrslurnar sem geri veiðifélaginu erfitt að átta sig á því hve mikið veiðist.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |