Þverá/Kjarrá yfir 1.000 laxa

Glímt við lax í Efri-Johnsson í Kjarrá í gærdag.
Glímt við lax í Efri-Johnsson í Kjarrá í gærdag. ÞGÞ

Mjög góð veiði er í Þverá/Kjarrá í Borgarfirði þessa dagana og göngur smálaxa sterkar í bland við nokkurn stórlax sem er enn að ganga.

Í gær­kvöldi hafði 1.043 löxum verið landað samtals úr Þverá/​Kjar­rá og hafa síðustu þriggja daga hollin verið að taka á bilinu 70 til 110 laxa á hvoru veiðisvæðinu fyrir sig. Er þetta fyrsta laxveiðiáin sem fer yfir 1.000 laxa múrinn í sumar.

Var búið að skrá 606 laxa í Þverá og 442 í Kjarrá í gærkvöldi sem er nokkuð sambærileg veiði og á sama tíma árin 2010 og 2013 þegar heildarveiði fór yfir 3.000 laxa yfir sumarið.

Vatnsstaða er mjög góð í ánum  þeirri rigningartíð sem dunið hefur á suðvesturhorni landsins það sem af er sumri. Að sögn  leiðsögumanna við ána hafa sterkar göngir af nýgegnum smálaxi vefur verið áberandi allra síðustu daga og eru þar mest áberandi mjög þykkir og sterkir 67 til 69 cm hængar. Þá eru enn einnig að veiðast nýlegir stórlaxar allt að 88 til 92 cm víða um ána.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert