SVFR hvetur til sleppinga í Hítará

Breiðin, einn af betri veiðistöðum í Hítará rétt við veiðihúsið. …
Breiðin, einn af betri veiðistöðum í Hítará rétt við veiðihúsið. Þessi mynd er tekin í fyrra en Hítará er lituð sem stendur. Ljósmynd/Jón Þór

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - SVFR mælist til þess við veiðimenn að öllum veiddum fiski í Hítará verði sleppt í sumar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins svfr.is.

„Að formi til hefur veiðireglum í Hítará og hliðarám hennar ekki verið breytt af veiðiréttareigendum og því er veiðimönnum heimilt að veiða samkvæmt þeim, þótt góðfúslega sé mælst til þess að öllum fiski sé sleppt,“ segir ennfremur í fréttinni.

Til að örva menn til að sleppa fiski verða dregin út fimm veiðileyfi á næsta ári til handa þeim sem sleppa fiski og skila inn upplýsingum um veiðistað, stærð fisks og senda jafnframt með myndband af sleppingunni.

SVFR  mun einnig vinna í því að koma klakkistum fyrir hið fyrsta, í samráði og sátt við veiðiréttareigendur og viðeigandi yfirvöld.

Um veiðina í Hítará segir; „Þeir sem hófu veiðar seinnipart 8. júlí lönduðu 7 löxum þann seinnipart sem verður að teljast gott. Þessa stundina er vatnið í ánni litað, bæði vegna rigninga á svæðinu og þess að áin er að ryðja sér nýjan farveg, en það er von okkar að áin hreinsi sig og nái jafnvægi á næstu dögum.“

Í niðurlagi fréttarinnar eru menn hvattir til samstöðu.

„SVFR mun áfram vera í sambandi við Hafrannsóknarstofnun og önnur yfirvöld með hagsmuni Hítarár og Grjótá og Tálma að leiðarljósi. Þá mun SVFR einnig funda með veiðifélagi Hítarár um þá stöðu sem upp er kominn með sömu hagsmuni að leiðarljósi. Nú þurfa allir að standa saman.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert