Arnór fékk stærsta lax sumarsins

Arnór Maximilian Luckas var ánægður með 108 sm laxinn úr …
Arnór Maximilian Luckas var ánægður með 108 sm laxinn úr Laxá í Aðaldal. Ljósmynd/Nesveiðar

Það má segja að lukkan hafi fylgt Arnóri Maximilian Luckas í nótt þegar hann veiddi stærsta lax sumarsins í Laxá í Aðaldal og var laxinn 108 sm og vó um 28 pund. „Þeir áttu þarna fallega stund saman feðgarnir,“ segir Árni Pétur Hilmarsson, umsjónarmaður Nesveiða, í samtali við mbl.is

Arnór, sem er með föður sínum að veiðum, veiddi reyndar tvo stórlaxa þar sem hann náði fyrst einum 101 sm lax áður en hinn stærri veiddist.

„Það er auðvitað merkilegt að það sé sami veiðimaður  sem veiðir 101 sentímetra lax og 108 sentímetra lax á sömu vaktinni, þetta er líka mjög nálægt 30 punda markinu,“ segir Árni. „Mér vitanlega er þetta stærsti laxinn sem hefur veiðst í sumar á Íslandi,“ bætir hann við.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert