Fluga vikunnar fyrir lax er Frances Bead Head. Fluga vikunnar í síðustu viku var Black and Blue með kúluhaus. Í þessari viku kynnum við hina mögnuðu Frances-flugu hnýtta á þríkrækju og þyngda með kúlu en nokkrar vel þekktar laxaflugur hafa verið útfærðar á þennan hátt í Veiðihorninu.
Í góðu veiðivatni það sem af er sumri hafa þessar flugur reynst afar vel. Þær sökkva örlítið undir vatnsfilmuna og hreyfast á annan hátt í vatni en hefðbundnar flugur.
Daddy Hog. Þessi frábæra þurrfluga hefur verið að gefa veiðimönnum góðan afla, allt frá því í Þorsteinsvík í Þingvallavatni í apríl. Daddy Hog er þurrfluga í stærri kantinum sem flýtur hátt og sést vel og því tilvalin fyrir þá veiðimenn sem eru að byrja sinn þurrfluguveiðiferil.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |