Fjórar risalúður og 28 kg þorskur

Þegar hefur gefið á sjó hafa aflabrögðin hjá IPF verið …
Þegar hefur gefið á sjó hafa aflabrögðin hjá IPF verið góð. Sjóstangaveiðimenn frá Evrópu og Bandaríkjunum hafa verið fjölmennir fyrir vestan í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Sjóstangaveiðimenn frá Evrópu og Bandaríkjunum hafa streymt til Vestfjarða í sumar til að veiða stórfiska í vestfirskum fjörðum. Að sögn Róberts Schmidt hefur sumarið gengið vel og veiðin á köflum verið hörkugóð.

Róbert Schmidt er innfæddur Súgfirðingur og er rekstrarstjóri IPF. Hann sér einnig um sölu og markaðssetningu.

"Veiðin hefur verið góð í sumar þegar gefið hefur á sjó. Vænir steinbítar, allt að 10-12 kg. Stærstu þorskarnir í sumar hafa verið yfir 140 cm og 28-30 kg. Við höfum veitt fjórar risalúður, á bilinu 150 til 200 kg og náð að sleppa þeim öllum. Tíðarfarið hefur hamlað sjósókn en að öðru leiti gengur vel hjá okkur og bókanir góðar fyrir næstu ár."

Vertíðin er frá 1 apríl til 1 okt ár hvert. IPF á 14 sumarhús og nýverið hefur verið gerður samningur við Lýðháskólann á Flateyri um leigu á húsnæði IPF yfir vetrarmánuðina sem þýðir að nýtingin á fasteignum fyrirtækisins verður betri og samstarf við skólan og samfélagið í heimabyggð eins og best verður á kosið.

Sumarið hefur ekki alveg farið fram hjá Vestfjörðum. IPF er …
Sumarið hefur ekki alveg farið fram hjá Vestfjörðum. IPF er með sextán báta og eru þeir gerðir út frá Suðureyri og Flateyri. Þetta er fallegt kvöld við fjörðinn. Ljósmynd/Aðsend

"Við erum bjartir á framtíðina. Þetta gengur vel og búið er að endurnýja helming af vélunum í bátaflotanum en 2020 verða allir 16 bátarnir með nýjar 140 hö Volvo Penta vélar og hældrif. Mikil vinna hefur verið framkvæmd á húsum fyrirtækisins sl árin og reksturinn í blóma"

Iceland Profishing er 10 ára ferðaskrifstofa í eigu Guðmundar Kjartanssonar. IPF sérhæfir sig í sjóstangaferðum á Vestfjörðum og gerir út 16 báta sem skiptist á Suðureyri og Flateyri. Viðskiptavinirnir koma allir erlendis frá, flestir frá þýskalandi. Einnig koma hópar frá Austurríki, Hollandi, Bretlandi, Sviss, Belgíu, Kanada, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Stærsti þorskurinn í sumar vigtaði 28 kg. Róbert Schmidt veiddi …
Stærsti þorskurinn í sumar vigtaði 28 kg. Róbert Schmidt veiddi hann og er hér með golþorskinn. Fyrir ferskvatnsveiðimenn er gaman að geta þess að hann er 56 pund. Ljósmynd/Aðsend

Hóparnir kaupa sér 8-9 daga veiðipakka sem innifelur í sér veiðihús, bát og bílaleigubíl á meðan á dvölinni stendur. Allur afli fer í fiskvinnslufyrirtæki í heimabyggð. Hóparnir halda á veiðar að morgni og veiða steinbít, þorska, ýsur og karfa. Einnig skötusel, lúðu og ufsa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert