Í laxveiðiánum í Húnavatnssýslum hefur almennt verið heldur minni veiði en síðastliðið sumar og er það rakið til þess að smálaxinn virðist vera heldur seint á ferðinni á Norðvesturlandi og eru margir sem bíða óþreyjufullir eftir komu hans þar sem hann hefur lítið látið sjá sig fram að þessu.
Inn á veiðifréttasíðunni flugur.is er fjallað um þessi mál og þar kemur meðal annars fram að það sem af er sumri hafa 515 laxar komið á land í Miðfjarðará sem er 234 löxum minna en á sama tíma á síðasta ári þegar 749 laxar höfðu þá þegar veiðst. Þar hafa veiðimenn enn sem komið er lítið orðið varir við smálaxinn sem vanur er að fara láta sjá sig um þetta leyti.
Í næsta dal við, í Víðidalsá, hafa veiðst 125 laxar það sem af er en á sama tíma á síðasta ári voru komnir 230 á land og þar er það sama upp á teningnum.
Ástandið í Vatnsdalsá er sagt vera heldur betra en þar veiði þó 27 löxum minni á milli ára þegar 150 laxar voru komnir á land. Þar hefur eitthvað sést til smálaxa síðustu daga.
Í Blöndu er hins vegar búið að veiða 100 laxa minna en á sama tíma í fyrra, en á land eru komnir 414 laxar en voru 514 sama tíma sumarið 2017.
Þá hefur Laxá á Ásum hefur gefið 172 laxa það sem af er sem einnig er 100 löxum minni veiði en á sama tíma í fyrra. Þar er sama sagan og bíða menn eftir að fá sterkar smálaxagöngur upp ána.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |