Víða góð silungsveiði

Kristján Páll Rafnsson með urriðan sem hann tók í Köldukvísl …
Kristján Páll Rafnsson með urriðan sem hann tók í Köldukvísl í gær. Þetta var ómerktur veiðistaður um tvo kílómetra fyrir ofan Fagrafoss. Ljósmynd/Steingrímur Jón

Hörkuveiði hefur verið í Köldukvísl á Holtamannaafrétti. Kaldakvísl fellur í dag í Sporðöldulón og er kallað Ós, þar sem kvíslin kemur í lónið. Þar er mikið magn af bleikju og hægt að gera hreint ótrúlega veiði. Bleikjan er aðeins farin að ganga upp í Köldukvísl og mun það aukast þegar líður nær hausti. Nokkuð er um stóran urriða í Köldukvísl og má finna hann um alla á og langt inn á Sprengisand. Leigutaki að Köldukvísl er fyrirtækið Fishpartner og í gær voru þeir Kristján Páll Rafnsson og Gunnar Örn Petersen að veiða í Köldukvísl. Þeir eru tveir af eigendum Fishparnter.

„Við settum í mikið af bleikju í Ósnum. Misstum alveg helling en lönduðu sennilega einhverjum fimmtán bleikjum, upp í fimm pund. Við vorum með agnhaldslausar púpur og mjög smáar. Allt niður í önglastærð 20,“ sagði Gunnar Örn Petersen leigutaki í samtali við Sporðaköst.

Fagrifoss í Köldukvísl stendur alveg undir nafni. Oft má fá …
Fagrifoss í Köldukvísl stendur alveg undir nafni. Oft má fá góða urriða neðan við fossinn. Ljósmynd/Eggert Skúlason

56 sentímetra urriði

Fagrifoss í Köldukvísl stendur undir nafni. Bæði fyrir ofan hann og neðan má finna fallega urriða. Þessi fiskur lifir fyrst og fremst á hornsílum og kuðungum. En þegar flugan er að klekjast út á hann það til að taka bæði púpur og þurrflugur. Þessir fiskar taka ekki hvað sem er og oft getur verið þrautin þyngri að finna réttu fluguna. En þarna eru stórir fiskar, eins og Kristján Páll Rafnsson, leigutaki sýndi okkur. Hann landaði 56 sentímetra fiski á ómerktum veiðistað tveimur kílómetrum fyrir ofan Fagrafoss.

Flott bleikjuveiði úr Langavatni. Það færist í vöxt að veiðimenn …
Flott bleikjuveiði úr Langavatni. Það færist í vöxt að veiðimenn noti kajaka til veiða. Ljósmynd/Ólafur Guðbjartsson

Bleikjurnar tóku Æði

Silungsveiði hefur víða verið með miklum ágætum í sumar. Einn af þeim sem er hvað ötulastur að deila veiðifréttum er Ólafur Guðbjartsson. Hann birtir reglulega frásagnir á snappinu sínu undir dagbokurrida. Nú var hann á Mýrunum.

„Já. Ég skrapp í Langavatn á Mýrum og keyrði inn með vatninu eins langt og ég þorði á jeppanum. Eftir það henti ég kajaknum á flot og réri inn að botni þangað til ég fann álitlegan stað þar sem lækur rann út í mikið dýpi við bakkann. Þar tóku bleikjur nánast í hverju kasti, litla svarta vínilpúpu sem ég hnýtti.“

Flugan sem Ólafur hnýtti er sáraeinföld að hans sögn og hún hefur fengið nafnið Æði. „Já þetta var æðislegt,“ sagði hann í samtali við Sporðaköst.

„Ég landaði um tuttugu bleikjum á skömmum tíma og sleppti flestum en tók mér í soðið.“

Hann varar fólk við að fara ekki slóðann inn með vatninu, nema á jeppa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert