Guðmundur Atli Ásgeirsson sem tengist Botnsá í Hvalfirði tók myndir af laxi sem veiddist síðastliðinn fimmtudag í ánni og telja menn sig nokkuð vissa um að þar hafi eldislax verið á ferðinni.
Að sögn Guðmundar var það Reynir Friðriksson sem veiddi laxinn, en hann er þaulvanur veiðimaður og hefur meðal annars starfað sem leiðsögumaður við Ytri-Rangá. Reynir mun hafa sent fiskinn strax til frekari rannsóknar hjá Fiskistofu og bíða menn niðurstöðu þaðan. Guðmundur sagði að nokkuð víst væri að um eldislax væri að ræða enda hefði hann öll ytri einkenni þess.
Ekki er vitað um laxeldi í næsta nágrenni við Botnsá og reynist þetta rétt er nokkuð ljóst að laxar sem sleppa úr sjókvíum geta ferðast langar vegalengdir þar til þeir velja sér á til að synda upp í.
Þegar sjókvíaeldi var sem mest í gangi á árunum í kringum 1990 við Faxaflóa reyndust allt að 60% laxanna sem veiddust í Botnsá upprunnir úr fiskeldiskvíum samkvæmt rannsóknum þáverandi Veiðimálastofnunar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |