Miðfjörður gaf 73 laxa í gær

Antti Pirinen með 93 sentimetra fisk sem veiddist í Svarthamri, …
Antti Pirinen með 93 sentimetra fisk sem veiddist í Svarthamri, en það er veiðistaður í Austurá, nokkuð fyrir ofan Kambsfoss. Ljósmynd/Aðsend

Töluvert magn af laxi hefur verið að ganga í Miðfjarðará síðustu sólahringa. Gærdagurinn gaf 73 laxa og er það langbesti veiðidagurinn það sem af er sumri. Rafn Valur Alfreðsson leigutaki segir að mikið sé að ganga af smálaxi og einnig er nokkuð um tveggja ára fisk sem er lúsugur.

„Þetta var algjört Bingó og Gröndal,“ sagði Rafn í samtali við Sporðaköst og var afskaplega sáttur með daginn. Miðfjarðará er að nálgast 700 laxa veiði og er það nokkuð lakara en á sama tíma í fyrra. Rafn Valur segist hafa á tilfinningunni að þetta sé allt aðeins seinna þetta árið. „Mér finnst eins og þetta sé viku til tíu dögum seinna á ferðinni en til dæmis í fyrra.“

Þann 12. júlí í fyrra var veiðin í Miðfjarðará komin í 740 laxa og fór upp í 1.202 laxa 19. júlí. Þannig að sú vika skilaði um 500 laxa veiði. Rafn segir að spennandi verði að fylgjast með næstu dögum en góðar göngur hafi verið í ána síðustu daga og fari vaxandi.

Nýgenginn 92 sentimetra lax sem veiddist á Melabreiðu í Miðfjarðará. …
Nýgenginn 92 sentimetra lax sem veiddist á Melabreiðu í Miðfjarðará. Veiðimaðurinn er Angus Woolhouse. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert