Mjög misskipt í laxveiðinni

Leo Greve með fallegan lax úr Hofsá, sem veiddist í …
Leo Greve með fallegan lax úr Hofsá, sem veiddist í gær. Klaus Frimor leiðsögumaður brosir sínu breiðasta. Ljósmynd/Aðsend

Mjög misjafn gangur er í laxveiðiám fyrri hluta sumars. Vopnafjarðarárnar skila mun betri veiði en í fyrra en annað er upp á teningnum í Húnavatnssýslum. Þannig voru komnir um 220 laxar úr Selá í Vopnafirði, sem er mun betra en í fyrra. Sömu sögu er að segja úr Hofsá en þar höfðu veiðst 150 laxar í gær. Er þetta mun betri veiði en í fyrra. Rétt er þó að hafa í huga að síðasta ár var mjög slakt í Vopnafirði.

Í Víðidalsá og Vatnsdalsá eru komnir á land 150 og 160 laxar. Það er töluvert undir því sem var á sama tíma í fyrra. Smálaxinn skilar sér ekki í því magni sem vonast var til en það getur enn breyst.

Sjö laxar á móti einum

Miðfjarðará er í sérflokki og eins og fyrri ár langt á undan öllum nágrönnum sínum. Í frétt hér á Sporðaköstum fyrr í dag var sagt frá því að gærdagurinn skilaði 73 löxum í Miðfirði. Þar er nú veitt á tíu stangir þannig að meðaltalið gefur sjö laxa á stöng. Víðidalur og Vatnsdalur eru að berjast við að ná einum laxi á stöng á dag.

Erlendur veiðimaður hampar fallegum sjóbirtingi úr Laxá í Kjós. Áin …
Erlendur veiðimaður hampar fallegum sjóbirtingi úr Laxá í Kjós. Áin er þekkt fyrir fallega birtinga. Ljósmynd/Aðsend

Veiði í Laxá í Dölum hefur verið með ágætum og eru 200 laxar komnir í bók. Smálax og stórlax veiðist í bland. Síðustu þrír dagar í Dölunum skiluðu sextíu löxum og telst það mjög gott en þar er veitt á fjórar stangir.

Laxá í Kjós er að sama skapi að lifna vel við og hafa síðustu þrjá daga þar verið bókaðir sextíu laxar á átta stangir. Ellefu rígvænir sjóbirtingar hafa einnig komið í hollinu og er sá stærsti 84 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert